Skilmálar LidonWorldTravel

Eignirnar eru lausar frá klukkan 17:00 á komudegi og rýma skal eignirnar klukkan 10:00 á brottfarardegi (lagaúrskurður Ríkisstjórnar Valencia 30/1993, þann 8. mars). hægt er að framlengja dvölina á brottfarardegi til klukkan 20:00 gegn 25 evra greiðslu, svo framarlega sem eignin sé laus.

Fjöldi farþega í hverri eign skal vera í samræmi við það sem bókað er. Viðskiptavinir samþykkja og virða þær reglur sem eru fyrir hendi í eigninni sem dvalið er í.  Þar fellur inní truflanir frá eign, kvartanir um mikinn hávaða og óþægindi fyrir aðra íbúa í nágrenninu. Ef þörf er á, verður farþegum vísað frá án þess að hafa rétt á endurgreiðslu.

Ef lykill af eign týnist, þarf að skipta um lás á eigninni af öryggisástæðum og kostnaðurinn fellur á viðskiptavininn. Þessi kostnaður er um 100 evrur. Ef lykillinn er læstur inni eða í skrá innan á hurð og ekki er hægt að opna nema með því að kalla til lásasmið þá fellur kostnaður einnig á viðskiptavininn.

Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllu tjóni sem kann að verða á eigninni meðan á dvölinni stendur, og eins ber hann ábyrgð á hreinlæti eignar við brottför. Þá skal skilja eignina eftir í sama ástandi og við komu, húsgögn skulu vera á sínum stað, rusl skal losað úr eigninni, eldhúsáhöld skulu vera á sínum stað og gólfin í sama ástandi og við komu. Ef ekki er orðið við þessu skal viðskiptavinur greiða frá 25 – 100 evrur, en það fer eftir ástandi eignar.
Ef viðskiptavinur er ekki sáttur við ástand eignar við komu, skal hann láta vita af því eins fljótt og auðið er. Ef viðskiptavinur hefur engar athugasemdir fyrstu 24 tímana eftir komu er talið að hann sé sáttur við ástand eignar.

Við komu og afhendingu lykla á eign skal viðskiptavinur greiða tryggingagjald sem staðfestingu á ofangreindum atriðum. Tryggingagjaldið er svo endurgreitt við brottför á skrifstofutíma svo framalega sem eignin sé í upprunalegu ástandi. Tryggingagjaldið er 20% af heildarupphæð leigu nema ef annað er tekið fram í lýsingu eignar. Tryggingagjaldið er þó aldrei minna en 100€. Ef skrifstofan er lokuð á brottfarartíma mun tryggingagjaldið verða endurgreitt inn á bankareikning viðskiptavinar. Ef farið er úr eigninni eftir lokun skrifstofu, skal skilja eftir lyklana inni í íbúðinni á stofuborðinu.

Bestu Tilboðin

Skoða meira
  Frá
Campoamor 23€
Mil Palmeras 42€
Doña Pepa 48€
Lo Crispin 60€